| 01:56 | Umboð UNRWA framlengt í óþökk Bandaríkjanna Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna kaus á föstudag með yfirgnæfandi meirihluta að framlengja umboð Palestínuflóttamannaaðstoðarinnar (UNRWA) um þrjú ár. 151 aðildarríki kusu með ályktun þess efnis, 10 kusu á móti og 14 sátu hjá.Philippe Lazzarini formaður UNRWA fagnaði ákvörðuninni og skrifaði í færslu á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter) að hún endurspeglaði „breiða samstöðu þjóða um allan heim með palestínsku flóttafólki“.„Hún er líka viðurkenning á ábyrgð alþjóðasamfélagsins á því að styðja mannúðar- og mannlegar þróunarþarfir palestínskra flóttamanna þar til réttlát og varanleg lausn hefur fundist á áratugalangri neyð þeirra,“ skrifaði Lazzarini.Bandaríkin og Ísrael greiddu atkvæði gegn ályktuninni. Ísrael hefur margsinnis sakað starfsfólk UNRWA um óeðlileg tengsl við Hamas-samtökin og | |
| 01:10 | Búið að slökkva eldinn á Brimnesi Eftirmálar eldsins í fjósinu.Kristófer Óli BirkissonBúið er að slökkva eld sem kviknaði í fjósi við bæinn Brimnes í Dalvík í kvöld. Slökkvilið Akureyrar, sem var kallað á vettvang, lauk við að slökkva eldinn stuttu fyrir klukkan ellefu um kvöld. Rífa varð þakið af fjósinu þar sem eldur hafði kviknað milli klæðninga. Engan sakaði í eldinum, hvorki menn né dýr. | |
| 00:20 | Þakið allt í eldi milli klæðninga „Við erum bara að klára, erum að byrja að ganga frá,“ segir Vilhelm Anton Hallgrímsson, slökkviliðsstjóri á Dalvík, í samtali við mbl.is um bruna í fjósi bæjarins Brimness þangað sem allt tiltækt slökkvilið Dalvíkur hélt í útkall laust fyrir klukkan 18 í kvöld. | |
| 00:05 | „Þetta hlýtur að hafa litað þessar heimildir“ Ritaðar heimildir geta verið villandi, sér í lagi ef þær eru skrifaðar með það að markmiði að standa vörð um hagsmuni einhverra. | |
| 00:03 | MAST búið að snúa hnífnum MAST hefur frestað fyrirhugaðri aflífun hundsins Úlfgríms um mánuð til að gefa eigenda hans færi á að sýna að hann hljóti viðeigandi meðferð. Í kjölfarið verður ákvörðunin endurskoðuð ef hann sýnir batamerki. | |
| 23:50 | Seig niður og sótti slasaðan skipverja Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út í dag til að sækja skipverja sem slasaðist á hendi á fiskiskipi vestur af Vestfjörðum og koma honum undir læknishendur. | |
| 23:30 | Arkitektinn Frank Gehry látinn Frank Gehry, einn áhrifamesti arkitekt Bandaríkjanna, er látinn. Hann lést á heimili sínu í Los Angeles í dag. Hann var 96 ára og hafði glímt við skammvinn veikindi í öndunarfærum.Frægasta verk hans er Guggenheim-safnið í Bilbao sem hlaut alþjóðlegt lof þegar það var opnað árið 1997.Önnur fræg verk hans eru meðal annars Walt Disney-tónleikahöllin í Los Angeles, tónleikahöllin New World Center í Miami og Fondation Louis Vuitton, safn í París.Gehry var frumkvöðull í að tileinka sér möguleika tölvuhönnunar í arkitektúr. Stíll hans var líflegur og einkenndist af glæsilegum krafti og duttlungafullum og grípandi árekstrum forma. | |
| 23:00 | Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Íbúar í Laugardal ætla að koma upp eigin ljósastýringarbúnaði við gatnamót í dalnum þar sem þrisvar sinnum hefur verið ekið á börn í haust. Þau gagnrýna borgina fyrir seinagang en borgin segir íbúana með engin leyfi til gjörningsins. | |
| 22:58 | Yngsti hópurinn vill óbreytta klukku Þjóðin er nokkuð klofin þegar kemur að afstöðu til þess að færa klukkuna um eina stund svo það dimmi fyrr á daginn en birti fyrr á morgnana. Fleira ungt fólk vill halda klukkunni óbreyttri en eldra fólk og morgunsvæfir eru hlynntari breytingu. | |
| 22:54 | Ekkert vitað um upptök eldsins í Brimnesi Eldur kviknaði í skemmu við bæinn Brimnes á Dalvík klukkan 18 á föstudagskvöld. Lokið var við að slökkva eldinn stuttu fyrir klukkan ellefu.„Við erum búin að komast fyrir allan eld niðri og náðum að verja hlöðuna en núna erum við með eld á milli klæðninga í þakinu,“ sagði Vilhelm Anton Hallgrímsson, slökkviliðsstjóri á Dalvík, við fréttastofu.Húsið var tómt þegar eldurinn kviknaði og ekki er enn vitað hver upptök hans voru. Tveir slökkviliðsbílar frá Dalvík og einn frá Akureyri voru sendir á vettvang auk sjúkrabíls.Miklar skemmdir urðu á skemmunni vegna eldsins og slökkvilið þurfti að rífa þakið af skemmunni. Hvorki fólk né skepnur slösuðust í eldinum.Fréttin hefur verið uppfærð.Slökkviliðsstjóri á Dalvík segir ganga ágætlega að slökkva eldinn í skemmunni við Brimnes. Tveir slökkviliðsbíla | |
| 22:15 | Fékk að vita í fréttum að starf hans yrði auglýst „Maður bíður spenntur eftir næsta þætti í leikritinu,“ segir Árni Ólason, skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum. | |
| 22:00 | Langskotið og dauðafærið: Skila Manchester-liðin þér þægilegri ávöxtun? Langskotið og dauðafærið er vikulegur liður hér á 433.is. Er hann unnin í samstarfi við Lengjuna, dyggan samstarfsaðila 433.is og Íþróttavikunnar. Hér að neðan má sjá langskot og dauðafæri þessarar viku. Dauðafærið Manchester City – Sunderland: 1 Wolves – Manchester United: 2 Heildarstuðull: 2,10 Langskotið Aston Villa – Arsenal: 2 Bournemouth – Chelsea: 2 Leeds – Lesa meira | |
| 22:00 | 29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu Fyrrverandi ballerína hefur slegið frægum milljarðamæringum á borð við Kylie Jenner og Taylor Swift við og er yngsti sjálfgerði milljarðamæringur heims – aðeins 29 ára gömul. Ballerínan fyrrverandi sem um ræðir er Luana Lopes Lara frá Brasilíu. Forbes-tímaritið hefur nú staðfest að hún er yngsta konan sem hefur á eigin spýtur byggt auð sinn og Lesa meira | |
| 21:45 | Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Keflavík tekur á móti KR í Bónus deild karla í körfubolta. Leikur liðanna hefst klukkan 19:15 og er sýndur beint á Sýn Sport 4. | |
| 21:30 | Brotamenn fyrir norðan lögðu fé inn á albanska bankareikninga Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hefur ákært þrjá karlmenn, einn fyrir fíkniefnalagabrot og peningaþvætti og hina tvo fyrir peningaþvætti. Einn mannanna er fæddur árið 2001, hann er frá Albaníu en bjó á Akureyri þegar hann var handtekinn 8. febrúar á þessu ári, en á dvalarstað hans á Akureyri fundust tæplega 75 g af amfetamíni, rúmlega 35 Lesa meira | |
| 21:30 | Björk skorar á RÚV að sýna hugrekki á miðvikudaginn Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir skorar á stjórn RÚV að sýna hugrekki á miðvikudaginn þegar ákvörðun verður tekin um þátttöku Íslands í Eurovision-söngvakeppninni. Þetta kemur fram í færslu Bjarkar á Facebook þar sem hún tekur undir með kollega sínum, Páli Óskari Hjálmtýssyni, sem hefur skorað á stjórn RÚV að segja Ísland úr keppni þar sem nú liggur Lesa meira | |
| 21:28 | Sjónvarpsskjáir eyðilögðu upplifunina Margir kirkjugestir í Landakotskirkju hrukku í kút á sunnudag þegar í ljós kom að þremur stórum sjónvarpsskjám hafði verið komið fyrir í kirkjunni. | |
| 21:10 | „Þessi samgönguáætlun er að verða hið furðulegasta mál“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, eru sammála um að samgönguáætlun sé ekki tilbúin til að koma fyrir þingið.„Við skorum á ríkisstjórnina að setja hana á ís, leggjast yfir hana og koma með hana aftur eftir áramót þegar það er búið að vinna hana betur,“ segir Jens Garðar Helgason.Sigmundur tekur undir og bætir við: „Þá er grundvallaratriði að mínu mati, og ég hugsa að Jens sé sammála mér, að menn slái ekki ryki í augun á fólki til dæmis með því að láta allt snúast um að það sé einhver ágreiningur á Austurlandi. Því niðurstaðan þarna var sú að það ætti bara að sniðganga Austurland.“Viðtalið við Sigmund Davíð og Jens Garðar má sjá í spilaranum hér að neðan.Fulltrúar stjórnarandstöðunnar kalla eftir því að samgönguáæ | |
| 21:06 | Eldur í skemmu við Brimnes Eldur kviknaði í skemmu við bæinn Brimnes við Dalvík í kvöld. Allt tiltækt slökkvilið Akureyrar var sent á vettvang. Samkvæmt upplýsingum frá Hörpu Þrastardóttur, varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri, er slökkvistarf enn í gangi. Engin slasaðist. | |
| 21:04 | Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti Sænska ríkisstjórnin hefur lagt til að stjórnarskrá landsins verði breytt svo hægt sé að svipta leiðtoga glæpahópa ríkisborgararétti. Þessi tillaga gengur lengra en sú sem lögð var fram af nefnd sem var skipuð þvert á flokka í janúar á þessu ári en þar var lagt til að heimild yrði að svipta einstaklinga, með tvöfaldan ríkisborgararétt, Lesa meira | |
| 21:03 | Leitað að leiðtoga en talið varasamt að vanmeta Heiðu Björgu Samfylkingin í Reykjavík stendur á krossgötum. Hún þarf að velja sér leiðtoga í höfuðborginni í fyrsta skipti í nærri tuttugu ár.Flokkurinn hefur á landsvísu mælst langstærsti stjórnmálaflokkurinn, Kristrún Frostadóttir er ótvíræður leiðtogi flokksins og það er henni kappsmál að flokkurinn haldi því flugi sem hann hefur verið á undir hennar forystu. Í síðasta þjóðarpúlsi Gallups sögðust um þrjátíu og fimm prósent höfuðborgarbúa kjósa Samfylkinguna ef sú óvísindalega leið er farin að taka meðaltal í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur.Flokkurinn mælist reyndar með nærri fjörutíu prósent fylgi í heimavígi formannsins, Reykjavík norður. Í nýrri könnun Maskínu fyrir sveitastjórnarkosningarnar mældist flokkurinn hins vegar með 25 prósent fylgi en Sjálfstæðisflokkur 31 prósent.En Kristrún vill að flo | |
| 21:02 | Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Eldur logar á bænum Brimnesi á Dalvík og var allt tiltækt slökkvilið Dalvíkur kallað út á staðinn fyrr í kvöld. Að sögn slökkviliðsstjóra er ekki vitað um nein slys á mönnum né dýrum og verið sé að ná tökum á eldinum. | |
| 21:00 | Gekk illa að fá Nútímann til að leiðrétta rangfærslu um sig – „Hvað gerir maður þegar fjölmiðill lýgur?“ Framkvæmdastjóri Heimildarinnar gerir athugasemdir við vinnubrögð Nútímans og segir miðilinn hafa birt um sig falsfrétt. Tilraunir hans til að fá fréttina leiðrétta hafi svo verið virtar að vettugi. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Jóns Trausta Reynissonar þar sem hann spyr: „Hvað gerir maður þegar fjölmiðill lýgur?“ Hann lýsir svo reynslu sinni en málið má rekja Lesa meira | |
| 21:00 | Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Tindastóll komst aftur á sigurbraut í Bónusdeild karla í körfubolta eftir sannfærandi fimmtán stiga sigur á nýliðum Skagamanna í Síkinu. | |
| 20:54 | Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Valur lagði Njarðvík að velli, 94-86, þegar liðin áttust við í níundu umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í N1-höllinni að Hlíðarenda í kvöld. | |
| 20:50 | Leik lokið: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista ÍR mætir Álftanesi í Bónus deild karla. Leikur liðanna hefst klukkan 19:15 og er sýndur beint á Sýn Sport Ísland 3. | |
| 20:45 | Björk vill að Ísland sniðgangi Eurovision Björk Guðmundsdóttir óskar stjórn Ríkisútvarpsins hugrekkis í ákvörðunartöku sinni um hvort Ísland muni sniðganga Eurovision á næsta ári. | |
| 20:38 | Fjósið alelda Allt tiltækt slökkvilið Dalvíkur með aðstoð körfubíls frá slökkviliðinu á Akureyri er nú á vettvangi elds sem logar í skemmu við bæinn Brimnes í Dalvíkurbyggð. | |
| 20:38 | Allt tiltækt slökkvilið berst við eld á Brimnesi Allt tiltækt slökkvilið Akureyrar er nú á vettvangi elds sem logar í skemmu við bæinn Brimnes á Dalvík. | |
| 20:35 | Áformum um fjölgun í þýska hernum mótmælt Þýska þingið samþykkti í dag áætlun um að fjölga í hernum á næsta áratug úr 180.000 í 260.000. Áætlunin felur ekki í sér herskyldu. Hugmyndin er að hækka greiðslur til þeirra sem skrá sig í herinn, bæta þjálfun og auka sveigjanleika á tíma sem fólk getur þjónað. Beri þetta ekki tilætlaðan árangur ætlar þing Þýskalands að ræða þann möguleika að grípa til herkvaðningar.Þessum fyrirætlunum stjórnvalda var mótmælt víða um Þýskaland í dag. „Kröfurnar eru: engin herþjónusta, engin herskylda eða önnur þegnskylda,“ sagði einn skipuleggjenda mótmælanna í dag. „Við viljum ekki að fólk á okkar aldri sé sett á varaliðslista og það endi svo í skotgröfunum,“ sagði einn mótmælendanna í Hamborg. | |
| 20:30 | „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Þingmenn stjórnarandstöðu segja allar forsendur samgönguáætlunar brostnar þar sem innviðaráðherra las ekki skýrslu sem var birt til stuðnings breyttri forgangsröðun. Höfundur skýrslunnar segir hana ekki hygla Fjarðagöngum frekar en Fjarðarheiðargöngum en innviðaráðherra segist ekki vísa í umrædda skýrslu. | |
| 20:11 | Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Tvísýnt er hvaða ákvörðun stjórn RÚV mun taka um þátttöku Íslands í Eurovision á fundi sínum næsta miðvikudag. Björk Guðmundsdóttir tekur undir með Páli Óskari Hjálmtýssyni og skorar á stjórn RÚV að draga sig úr keppninni á næsta ári. | |
| 20:05 | Tvö prósent borgarbúa vilja Heiðu sem borgarstjóra Ný könnun Maskínu sýnir að aðeins um tvö prósent vilja að Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, gegni embættinu áfram eftir næstu kosningar. | |
| 20:04 | Félög lækna hagnast um 4,6 milljarða Í heildina eru 150 félög lækna á listanum yfir þau sameignar- og samlagsfélög sem greiddu mestan tekjuskatt í fyrra. | |
| 19:30 | Eiríkur spyr hvers vegna Ársæll var bundinn trúnaði í janúar en ekki núna – „Getur opinber embættismaður bara ákveðið það sjálfur?“ Mál Ársæls Guðmundssonar skólameistara Borgarholtsskóla hefur vakið mikla athygli eftir að honum var tilkynnt að embætti hans verði auglýst laust þegar skipunartími hans rennur út á næsta ári. Ársæll og fleiri telja tilkynninguna jafngilda brottrekstri úr starfi enda sé hefð fyrir því að embættismenn hljóti áframhaldandi skipun ef ekkert er á þá að klaga. Skólameistarinn Lesa meira | |
| 19:27 | Sjá enn aukningu í ópíóíðafíkn og kalla eftir aðgerðum Matthildarsamtökin sinna skaðaminnkandi þjónustu, bæði fyrir fólk með alvarlegan vímuefnavanda en einnig í skemmtanalífinu. Starfsfólk samtakanna hefur því góða innsýn í hvaða efni eru í umferð hverju sinni.Svala Jóhannesdóttir, formaður samtakanna, segir nokkra breytingu hafa orðið á fíkniefnamarkaði á þessu ári og fleiri sem sæki þjónustuna glími við ópíóíðavanda.„Það er nýtt fólk að koma í fyrsta skipti sem er bara nýbyrjað að reykja Oxycontin dagsdaglega. Það er náttúrlega verulegt áhyggjuefni að þessi vandi virðist enn vera að aukast á Íslandi,“ segir Svala.„Við sjáum líka nýtt efni sem í okkar þjónustu, methedrone, sem er í rauninni nýmyndaður örvandi vímugjafi sem hefur verið líkt við blöndu af kókaíni, amfetamíni og mdma og það er aðallega verið að nota það í skemmtanalífinu. Síðan | |
| 19:21 | Varar við aukinni byrði erfingja með breyttum erfðafjárskatti „Meira fyrir ríkið – minna fyrir aðra,“ segir lögmaður Deloitte en breytingarnar auka flækjustig og auka kostnað erfingja. | |
| 19:07 | Veiðigjöld á makríl og þorski hækka mest Atvinnuvegaráðuneytið hefur birt auglýsingu um veiðigjald 2026. Þar hækkar veiðigjald á makríl mest, um tæplega sextán krónur á kílóið á milli ára. Þorskur hækkar næst mest, um rúmlega 22 krónur á kílóið á milli ára.Veiðigjaldið gildir frá 1. janúar 2026 til 31. desember og er gjald í krónum á hvert kíló óslægðs afla. Veiðigjald á markíl er núna 10,43 krónur á kílóið en með hækkuninni verður það 26,17 krónur á kílóið. Veiðigjald á þorski er núna 28,68 krónur á kílóið en hækkar upp í 50,79 krónur.Veiðigjald á öðrum fisktegundum eins og löngu, keilu, steinbít, hlýra og síld lækkar en veiðigjald á ýsu, ufsa, þykkvalúru/sólkola og grásleppu hækkar.Veiðigjald fyrir langreyðar hækkar úr tæplega 74 þúsund krónum upp í tæplega 77 þúsund krónur, gjald á hrefnu hækkar úr 11.797 krónum í 12.305 krónu | |
| 19:04 | Hluthafaspjallið | Tímamótaþáttur með harðorðum og fjörugum umræðum Hluthafaspjallið Það er tímamótaþáttur hjá þeim Jóni G. Haukssyni og Sigurði Má Jónssyni í Hluthafaspjalli ristjóranna í dag; fimmtugasti þátturinn. Þeir félagar láta gamminn geisa og eru umræður þeirra ansi fjörugar og harðorðar um hin ýmsu málefni. Þær ræða hlutabréfamarkaðinn; stórhækkun bréfa í Íslandsbanka og hvort ríkið hafi tapað stórfé á sölunni í bankanum sl. […] Greinin Hluthafaspjallið | Tímamótaþáttur með harðorðum og fjörugum umræðum birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 19:00 | Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Skipulögð glæpastarfsemi hefur aldrei verið eins umfangsmikil hér á landi og er nú svipuð og á öðrum Norðurlöndum að sögn stjórnanda hjá ríkislögreglustjóra. Gríðarlegt magn fíkniefna flæði til landsins samfara þróuninni. Það komi því ekki á óvart að hvert metið á fætur öðru hafi verið slegið í haldlagningu fíkniefna. | |
| 18:50 | „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Formaður Flokks fólksins furðar sig á því að lögmaður skólameistara Borgarholtsskóla vilji leiða sig og forsætisráðherra fyrir dóm í tengslum við þá ákvörðun menntamálaráðherra að auglýsa stöðu skólameistarans lausa til umsóknar. | |
| 18:47 | Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Einungis tvö prósent aðspurðra vilja að Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, verði næsti borgarstjóri samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Könnunin var opin og hlutfallslega flestir, eða um þriðjungur, sögðust óákveðnir. | |
| 18:34 | Mögulegt tjón um 4,5 milljarðar Arion banki telur sig þó vera í betri stöðu en Íslandsbanki þar sem skilmálinn sé ítarlegri. | |
| 18:31 | Keflavík - KR | Gestirnir verið í veseni Keflavík tekur á móti KR í Bónus deild karla í körfubolta. Leikur liðanna hefst klukkan 19:15 og er sýndur beint á Sýn Sport 4. | |
| 18:31 | ÍR - Álftanes | Blæs nýliðinn lífi í gestina? ÍR mætir Álftanesi í Bónus deild karla. Leikur liðanna hefst klukkan 19:15 og er sýndur beint á Sýn Sport Ísland 3. | |
| 18:31 | Valur - Njarðvík | Hörkuleikur á Hlíðarenda Valur tekur á móti Njarðvík á Hlíðarenda í Bónus deild karla. Leikur liðanna hefst klukkan 19:15 og er sýndur beint á Sýn Sport Ísland 2. | |
| 18:31 | Tindastóll - ÍA | Erfitt verkefni nýliðanna ÍA sækir Tindastól heim á Sauðárkrók í Bónus deild karla í körfubolta. Leikur liðanna hefst klukkan 19:15 og er sýndur beint á Sýn Sport Ísland 5. | |
| 18:15 | Ráðuneytið auglýsir aðra stöðu skólameistara þvert á eigin yfirlýsingu Árni Ólason, skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum, segir að hann hafi fyrst heyrt af því að staða hans yrði auglýst í hádegisfréttum RÚV. Það er þvert á það sem fullyrt var í yfirlýsingu mennta- og barnamálaráðuneytisins í gær.Ársæll Guðmundsson, fráfarandi skólameistari Borgarholtsskóla, hefur verið harðorður í garð Guðmundar Inga Kristinssonar mennta- og barnamálaráðherra og Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra eftir að honum var kynnt ákvörðun Guðmundar Inga um að framlengja ekki skipunartíma hans, eins og venja er.Hann hefur sagt að ákvörðunin tengist gagnrýni hans á breytingar í skólunum og samskiptum hans við Ingu eftir að íþróttaskór barnabarns hennar týndust í skólanum.Sjálfur segir ráðherra engin tengsl þarna á milli.„Við ætlum að auglýsa stöðuna, hann var ekki rekinn. | |
| 18:15 | Trump kallar samkomulag kraftaverk og lofar auðæfum Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, undirritaði í gær friðarsamkomulag með forsetum Rúanda og Kongó í Washington, þrátt fyrir samkomulagið hófst ný ofbeldisalda í austurhluta Kongó skömmu eftir undirritun samkomulagsins. | |
| 18:04 | Árás á bandarísk tæknifyrirtæki og almenning Utanríkisráðherra Bandaríkjanna fordæmir ákvörðun Evrópusambandsins að sekta samfélagsmiðilinn X um 120 milljónir evra fyrir að brjóta gegn nýrri stafrænni löggjöf sambandsins.Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í færslu á X síðdegis að sekt Evrópusambandsins sé ekki aðeins árás á X heldur öll bandarísk tæknifyrirtæki. Enn fremur sé þetta árás á bandarísku þjóðina af hálfu erlendra stjórnvalda. Rubio endaði færslu sína á því að segja að dagarnir þar sem Bandaríkjamenn eru ritskoðaðir á netinu séu liðnir.Varaforseti Bandaríkjanna sagði í gær að ESB ætlaði að sekta X fyrir að beita ekki ritskoðun á miðli sínum og vísaði þar til orðróma um að sekt yrði gerð innan skamms. Tæknimálastjóri ESB vísaði þessu á bug á blaðamannafundi í morgun og sagði sektina aðeins snúast um gegnsæi | |
| 18:02 | Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti Þingmenn stjórnarandstöðu segja allar forsendur samgönguáætlunar brostnar þar sem innviðaráðherra las ekki skýrslu sem var birt til stuðnings breyttri forgangsröðun. Höfundur skýrslunnar segir hana ekki hygla Fjarðagöngum frekar en Fjarðarheiðargöngum en innviðaráðherra segist ekki vísa í umrædda skýrslu. Í kvöldfréttum verður rætt við skýrsluhöfund og ráherra auk þess sem við heyrum frá heitum umræðum á Alþingi. | |
| 18:00 | Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð Nokkrum dögum eftir mikla heilaskurðaðgerð spurði Karl Ágúst Úlfsson lækninn sinn hvort hann kæmist ekki örugglega á skíði í næstra mánuði. Læknirinn hló dátt. Karl Ágúst þurfti að byrja upp á nýtt eftir aðgerðina þar sem æxli við heilann var fjarlægt. Verst fannst honum að tapa orðunum, finna ekki orðin. Það var afleitt fyrir rithöfund. Lesa meira | |
| 18:00 | Reyna sífellt að stækka leigugrunninn Stærsti hluti einingahúsa frá Terra einingum í Hafnarfirði er leigður út. | |
| 17:58 | Loka sendiráðum í Afríku til að styðja við Úkraínu Sænska ríkisstjórnin ætlar að hætta stuðningi við fjögur Afríkuríki og loka þremur sendiráðum til að losa um fjármagn til að styðja við Úkraínu. | |
| 17:49 | Seðlabankinn hættir reglubundnum gjaldeyriskaupum Seðlabankinn keypti samtals gjaldeyri fyrir 429 milljónir evra eða um 61,6 milljarða króna frá apríl síðastliðnum. | |
| 17:44 | Seðlabankinn hættir reglubundnum gjaldeyriskaupum Frá og með mánudeginum 8. desember verður reglubundnum gjaldeyriskaupum Seðlabanka Íslands hætt. | |
| 17:42 | „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Svo virðist sem fokið hafi í Þórunni Sveinbjarnardóttur, forseta Alþingis, á þingfundi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar stigu í stríðum straumi í ræðustól til þess að gagnrýna Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra og samgönguáætlun hans, undir liðnum fundarstjórn forseta. „Ég er komin með nóg. Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk,“ heyrðist Þórunn segja eftir að hafa gert tíu mínútna hlé á þingfundi. | |
| 17:42 | Blótaði minnihlutaþingmönnum og rauk á dyr Svo virðist sem fokið hafi í Þórunni Sveinbjarnardóttur, forseta Alþingis, á þingfundi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar stigu í stríðum straumi í ræðustól til þess að gagnrýna Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra og samgönguáætlun hans, undir liðnum fundarstjórn forseta. „Ég er komin með nóg. Djöfulsins, helvítis, andskotans,“ heyrðist Þórunn segja eftir að hafa gert tíu mínútna hlé á þingfundi. | |
| 17:30 | Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar Móðir 39 ára konu sem var drepin af hundinum sínum segist margoft hafa hvatt dóttur sína til að lága lóga hundinum vegna árásarhneigðar hans. Christine Kulis fannst í blóði sínu á heimili sínu í Whyalla í Ástralíu í gær eftir að hundurinn hennar, sem var af tegundinni pitbull mastiff, réðst á hana. Christine var flutt Lesa meira | |
| 17:24 | Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum segist hafa heyrt í útvarpsfréttum í dag að til stæði að auglýsa stöðu hans. Hann segir leikrit í gangi en hann sé ekki farinn að gráta. Of mikið sé að gera í skólanum. | |
| 17:21 | Selja eignina sína fyrir 55 milljónir dala Russell Wilson og eiginkona hans, Ciara, hafa sett níu hektara eign sína í Rancho Santa Fe í Kaliforníu á sölu fyrir 54,9 milljónir dala. | |
| 17:16 | Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Uppskriftabókin Vatn og Brauð - Fangaréttir kom út í dag en þar er að finna fimmtíu uppskriftir eftir 35 fanga í íslenskum fangelsum. Fangavörðurinn Margrét Birgitta Davíðsdóttir er hugmyndasmiður og ritstjóri bókarinnar en bókin kemur loksins út fimm árum eftir að hún fékk hugmyndina. | |
| 17:00 | Íhuga hópmálsókn gegn ríkinu vegna Reykjavíkurflugvallar – Eyðileggi jarðarfarir og brúðkaup Samtökin Hljóðmörk íhuga nú möguleikann á hópmálsókn gegn íslenska ríkinu vegna Reykjavíkurflugvallar. Það er vegna þess sem samtökin kalla óþarfa flugumferð sem hafi áhrif á heilsu og velferð íbúa í nágrenni við flugvöllinn. Fimm meðlimir samtakanna skrifa opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra, vegna málsins. Tilefnið er ný samgönguáætlun þar sem segir að festa eigi Reykjavíkurflugvöll í Lesa meira | |
| 16:53 | Kókaínið falið í varahjólbarða Embætti héraðssaksóknara hefur ákært króatískan karlmann á fimmtugsaldri fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot fyrir að hafa flutt inn rúmlega sex kíló af kókaíni til landsins ætlað til söludreifingar í ágóðaskyni. | |
| 16:52 | Dæmdur fyrir að hleypa af byssu í orðaskaki Finnski þingmaðurinn Timo Vornanen hlaut í dag átta mánaða skilorðsbundinn dóm í héraði fyrir að hleypa af skammbyssu aðfaranótt 26. apríl í fyrra fyrir utan skemmtistað í höfuðborginni Helsinki. | |
| 16:46 | 4 af hverjum 10 hlynntir því að færa klukkuna aftur um eina klukkustund 41 prósent Íslendinga vilja breyta klukkunni og færa hana aftur um eina klukkustund, þannig að það verði bjart fyrr um morguninn en myrkur síðdegis. Skiptar skoðanir eru þó um hvort breyta eigi klukkunni því 33 prósent eru andvíg því en 26 prósent eru hvorki hlynnt né andvíg því. Þetta kemur fram í nýrri könnun Prósents.Prósent framkvæmdi könnunina frá 18. nóvember til 2. desember. Þátttakendur voru spurðir hvort þeir væru hlynntir eða andvígir því að færa klukkuna aftur um eina klukkustund. Það myndi þýða að bjart yrði fyrr á morgnana en myrkur síðdegis. 41 prósent eru hlynnt því að klukkan verði færð aftur um eina klukkustund, 33 prósent eru andvíg og 26 prósent hvorki hlynnt né andvíg.Ekki er marktækur munur á viðhorfi eftir kyni, búsetu, hjúskaparstöðu eða fjölda barna á heimili en töl | |
| 16:46 | „Alveg skelfilegt að búa við þetta“ Sigfús Vilhjálmsson, bóndi á Brekku í Mjóafirði, gleðst yfir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að forgangsraða Fjarðagöngum fram yfir Fjarðarheiðargöng í nýrri samgönguáætlun. Hann er þó orðinn langþreyttur á hatrömmum deilum í landsfjórðungnum um jarðgöng. | |
| 16:41 | Rúm 20% gengishækkun á tveimur dögum Alvotech, Oculis, Icelandair og bankarnir hækkuðu í kauphöllinni í dag. | |
| 16:39 | Taívanir banna Red Note Yfirvöld í Taívan hafa bannað kínverska samfélagsmiðilinn Red Note í eitt ár. | |
| 16:30 | Hofsjökull fer minnkandi: Hefur rýrnað um tvö prósent frá því í fyrra Hofsjökull hefur rýrnað um tvö prósent frá því í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum mælingum Veðurstofu Íslands. Þetta er önnur mesta rýrnun jökulsins frá upphafi mælinga. 17% RÝRNUN Á 38 ÁRUM Rúmmál jökulsins hefur rýrnað um rúmlega sautján prósent frá árinu 1987 þegar mælingar hófust, úr um 200 rúmkílómetrum í tæplega 165. Þá hefur flatarmál jökulsins dregist saman um fimmtán prósent á síðustu 38 árum og er nú komið niður fyrir 790 rúmkílómetra.Þrír starfsmenn Veðurstofu Íslands fóru á Hofsjökul um miðjan nóvember til að mæla sumarleysingu. Þar eru tuttugu stikur víðs vegar um jökulinn sem mæla hve mikið hann hefur bráðnað í sumar. Þessar mælingar eru gerðar til þess að finna út ársafkomu jökulsins, það er, hvort hann hafi rýrnað eða bætt á sig. Fært var í nítján af tuttugu leysingastiku | |
| 16:30 | Vill sniðgöngu Eurovision og leggur fram nýja tillögu – „Er þetta ekki besta hugmynd sem þið hafið heyrt?“ Lóa Hjálmtýsdóttir, myndasöguhöfundur og tónlistarmaður, vill að RÚV sniðgangi Eurovision í vor en að Íslendingar haldi sína eigin keppni. Hún leggur til að sniðgönguþjóðum verði boðið hingað í staðinn. Eins og flestir vita þá ákvað EBU, samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, að leyfa Ísrael að taka þátt í Eurovision í vor þrátt fyrir mótmæli sumra meðlima. Þar Lesa meira | |
| 16:21 | Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Veiðigjöld fyrir árið 2026 hafa verið birt en þau eru þau fyrstu frá breytingu á útreikningi veiðigjalda. Veiðigjöld á þorski fara til að mynda úr 26,68 krónum á kíló af óslægðum afla upp í 50,79 krónur. Það gerir hækkun upp á 90,4 prósent. Gert er ráð fyrir að tekjur ríkisins af veiðigjaldi næsta árs verði um fimmtán milljarðar. | |
| 16:15 | Fjármagnið ekki nægt til að stöðva innviðaskuld Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, fagnar helmingsaukningu á framlögum ríkisstjórnarinnar til viðhalds vega en segir fjármagnið ekki nægt til að stöðva innviðaskuldina á næsta ári, mögulega þó árið eftir það. | |
| 16:09 | Óljóst hvenær tekið verður á móti konum í Ármúla Svokölluð stjórnsýsluopnun var í nýju húsnæði Konukots í Ármúla í dag. Ekki er enn vitað hvenær húsnæðið verður tekið í notkun. | |
| 16:02 | Þórunn lét miður falleg orð falla Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, lét miður falleg orð falla eftir að hún frestaði þingfundi nú klukkan 13:20. | |
| 16:01 | Veldu orð ársins 2025 Hvert þessara tíu orða er orð ársins 2025? Greiddu atkvæði hér eða í RÚV Stjörnu-appinu. BikblæðingÍtrekað var varað við bikblæðingum á vegum úti í vor og sumar. Bikblæðing stafar af því að yfirborð vegarklæðningar hitnar mikið og steinarnir á yfirborðinu sökkva ofan í bikið. https://www.ruv.is/frettir/innlent/2025-05-19-varad-vid-bikblaedingum-a-vegum-og-hvatt-til-varkarni-444220 GRÆNA GÍMALDIÐ Stórt grænt vöruhús sem stendur mjög nálægt fjölbýlishúsi í Breiðholti í Reykjavík vakti deilur sem fengu mikla umfjöllun í fjölmiðlum. Brátt var farið að kalla vöruhúsið græna gímaldið. https://www.ruv.is/frettir/innlent/2025-01-07-eg-veit-ekki-hvort-thad-se-raunhaeft-ad-ganga-alla-leid-og-rifa-nidur-bygginguna-432473 GJALDSKYLDA Athygli vakti að erlendir ferðamenn tóku að merkja myndir tekna | |
| 16:00 | Stuðningur við bresku stjórnina hrynur í nýrri könnun – Mælist með einungis 14% fylgi sem er það lægsta frá upphafi Stuðningur við Verkamannaflokkinn hefur fallið niður í 14 prósent samkvæmt nýrri könnun frá Find Out Now, sem birt var á GB News í morgun. Þetta er verulegt hrun frá því þegar Keir Starmer tryggði sér sigur í kosningunum með 34 prósent atkvæða. Könnunin sýnir að Verkamannaflokkurinn er nú aðeins fjórði stærsti flokkur landsins. Nigel Farage […] Greinin Stuðningur við bresku stjórnina hrynur í nýrri könnun – Mælist með einungis 14% fylgi sem er það lægsta frá upphafi birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 16:00 | Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Bandarísk stjórnvöld telja evrópska ráðamenn hafa óraunhæfar væntingar um stríðið í Úkraínu og að þeir beiti ólýðræðislegum aðferðum til að þagga niður í andófsröddum við það heima fyrir. Þá telja þau Evrópu standa frammi fyrir „eyðingu“ siðmenningar sinnar. | |
| 15:58 | Jólabækur ódýrastar í Bónus Bækur sem seldar eru í Bónus eru ódýrastar í 95% tilfella samkvæmt úttekt verðlagseftirlits ASÍ. Litlu munaði á verði Bónus og Nettó, en Bónus var ódýrara í 117 af 120 tilfellum í samanburði milli þeirra tveggja. | |
| 15:54 | Stjórnendur kaupa Málmsteypuna af Alfa framtak Með viðskiptunum lýkur Alfa Framtak árangursríkri fjárfestingu úr sínum fyrsta sjóði. | |
| 15:41 | Herdís: Komið að ögurstundu Herdís Dröfn Fjeldsted forstjóri Sýnar segir að komið sé að ögurstundu fyrir sjálfstæða fréttamennsku og lýðræðislega umræðu í þjóðfélaginu. | |
| 15:39 | Íslensk grasrót á degi íslenskrar tónlistar Dagur íslenskrar tónlistar var á mánudaginn og í Ólátagarði á Rás 2 var tekið saman gott úrval af íslenskri grasrótartónlist. Andervel, AGLA, Fríða Dís, Drengurinn fengurinn og Anya Shaddock koma við sögu og einnig frumflutningur á nýju lagi eftir hljómsveitina Rakur. Heyra má gott úrval af einhverju nýju og góðu öll mánudagskvöld klukkan 11. | |
| 15:35 | Skúli svarar gagnrýni Einars Selalaugin í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum mætir illa nútímakröfum um góðan aðbúnað fyrir dýrin að sögn Skúla Helgasonar, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar. | |
| 15:32 | Ljóst að ný forgangsröðun jarðganga er pólitísk Fyrrverandi samgönguráðherra segir ljóst að ný forgangsröðun jarðganga sé pólitísk og ekki gerð á þeim faglegu forsendum sem ríkisstjórnin hafi haldið fram. Innviðaráðherra sagðist í viðtali við Austurfrétt í gær ekki hafa lesið alla skýrslu Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri um jarðgöng á Austurlandi, sem hann vísaði til í rökstuðningi fyrir breyttri forgangsröðun. SKÝRSLAN EKKI LESIN OG ÁKVÖRÐUN EKKI BYGGÐ Á FAGLEGUM GRUNNI Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, segir ljóst að þegar tilvitnanir ráðherra í skýrsluna sem lögð er til grundvallar ákvörðuninni standist ekki, sé ákvörðunin pólitísk en ekki fagleg.„Það er ljóst að ríkisstjórnin tekur pólitíska ákvörðun, þau halda því fram, bæði innviðaráðherra og forsætisráðherra að um | |
| 15:30 | Glæpamenn gera þjónustu við fatlaða að féþúfu Næstum hundrað fyrirtæki í velferðarþjónustu í Svíþjóð, sem í orði kveðnu sinna þjónustu við fatlaða, hafa tengsl við glæpagengi og hafa verið nýtt til að fremja glæpi. Þetta hefur þær afleiðingar að opinbert fé er greitt fyrir umrædda þjónustu sem er síðan aldrei veitt. Þetta kemur fram í fréttum sænska ríkissjónvarpsins, SVT. Lögregla þar í Lesa meira | |
| 15:30 | Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru hörðum orðum um Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra og samgönguáætlun hans á þingfundi í dag. Hann sagðist í gær aðeins hafa lesið útdrátt skýrslu sem hann vísaði til við kynningu á samgönguáætlun. Því efast þingmenn um að áætlunin byggi á faglegu mati, líkt og kom fram í máli forsætisráðherra í gær. | |
| 15:30 | Sólveig Anna hjólar í Þorstein V. – „Hann er bull“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hjólar í Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðing í pistli á Facebook. Hún segir hann fara með staðlausa stafi, sem er ekki fyllilega rétt, og að orð hans staðfesti að hugmyndir og kenningar um fyrirbæri eins og kyn, kynjatvíhyggju og kyngervi snúist um að halda alþýðufólki niðri. Segir hún að Þorsteinn sé Lesa meira | |
| 15:23 | Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Bækur sem seldar eru í Bónus eru ódýrastar í 95 prósent tilfella samkvæmt úttekt verðlagseftirlits ASÍ 3. desember síðastliðinn. Í tilkynningu kemur fram að litlu muni á verði Bónus og Nettó, en Bónus hafi verið ódýrara í 117 af 120 samanburðum milli þeirra tveggja. | |
| 15:22 | Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Ísleifur Þórhallsson hjá Senu segir gríðarlega dýrt að halda tónleika hér á landi sem útskýri miðverð að stórum hluta. Nokkur umræða hefur skapast um stórtónleika Bubba Morthens sem haldnir verða í Laugardalshöll í sumar og þykir sumum miðinn nokkuð dýr, en ódýrasti miðinn á tónleikana er 15 þúsund krónur en sá dýrasti miðinn 40 þúsund. | |
| 15:15 | Gamlársdagur ekki lengur viðskiptadagur Ljúka þarf greiðslum sem eiga að tilheyra árinu 2025 eigi síðar en hinn 30. desember. | |
| 15:11 | 81 listamaður tilnefndur til heiðurslauna 81 listamaður hlaut tilnefningu til heiðurslauna listamanna í ár.Allsherjar- og menntamálanefnd samþykkti á fundi sínum í gær að senda tilnefningarnar til ráðgefandi nefndar um heiðurslaun listamanna og leita umsagnar um launin. Þess var óskað að umsögn berist um miðja næstu viku.Að fenginni umsögn ráðgefandi nefndar má vænta þess að allsherjar- og menntamálanefnd fjalli um málið að nýju, að því er segir í skriflegu svari Sverris Jónssonar, skrifstofustjóra Alþingis, við fyrirspurn fréttastofu.Nefndin leggur fyrir Alþingi tillögu sína að nýjum handhöfum við afgreiðslu fjárlaga.Í lögum um heiðurslaun segir: „Þeir einir geta notið heiðurslauna sem hafa varið starfsævi sinni eða verulegum hluta hennar til liststarfa eða skarað fram úr við listsköpun sína eða ef störf þeirra að listum hafa ski | |
| 15:00 | UFC stjarnan Paddy Pimblett tapaði á rothöggi í góðgerðarbardaga í hnefaleikum – Sjáðu myndbandið Á góðgerðarviðburði í The Grand Central Dome í gærkvöldi steig UFC stjarnan Paddy Pimblett í hringinn í sýningarviðureign við hnefaleikarann George GGG Goetzee. Viðburðurinn var skipulagður af No Limits Boxing Club með það að markmiði að láta draum Goetzee rætast um að berjast í alvöru hnefaleikahring. Söguleg viðureign Goetzee, sem er með Downs-heilkenni, hefur lengi […] Greinin UFC stjarnan Paddy Pimblett tapaði á rothöggi í góðgerðarbardaga í hnefaleikum – Sjáðu myndbandið birtist fyrst á Nútíminn. | |
| 15:00 | Uppgjör að handan: „Ég fann að Davíð hafði horn í síðu minni“ Karl Sigurbjörnsson biskup segir það hafa andað köldu milli sín og Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra upp úr aldamótum. Fyrir því hafi verið ýmsar ástæður, allt frá gagnrýni biskups á uppgang viðskiptalífsins og stjórnvöld sem hlúðu ekki nægilega að hinum fátæku. En ekki síst eldfimrar smásögu eftir séra Örn Bárð Jónsson sem dró dilk á eftir sér. Út er komið minningarbrot... | |
| 14:59 | Skuldaskellir, nýr jólasveinn Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Það er áhugavert að sjá sveitarfélög skella skuldinni á ríkið og fyrra sig þannig ábyrgð á því að uppfylla NPA samninga sem er lögbundin þjónusta þeirra og skylda að uppfylla. Sveitarfélög hafa allt frá árinu 2012 verið með NPA í innleiðingaferli, sem hófst þá sem innleiðingaverkefni. Báru nokkur sveitarfélög gæfu til […] The post Skuldaskellir, nýr jólasveinn appeared first on Fréttatíminn. | |
| 14:53 | Fjárhæð veiðigjalds enn ekki verið tilkynnt Enn liggur ekki fyrir hver fjárhæð veiðigjalds næsta árs verður, þrátt fyrir ákvæði laga um að ríkisskattstjóri geri tillögu um fjárhæð þess til ráðherra eigi síðar en 1. desember ár hvert. Enn sem komið er hafa ekki fengist svör frá stjórnvöldum um hvað veldur töfinni en sjávarútvegsfyrirtæki sem eiga að greiða gjaldið eru farin að lengja eftir því að vita hvað þau eigi að borga á næsta ári. | |
| 14:53 | Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Fjárhæð veiðigjalds næsta árs liggur nú fyrir en eru upplýsingarnar seinni á ferðinni en venjulega. Gert er ráð fyrir að tekjur af veiðigjaldi næsta árs verði um fimmtán milljarðar. Lög gera ráð fyrir að ríkisskattstjóri geri tillögu um fjárhæð gjaldsins til ráðherra eigi síðar en 1. desember ár hvert, en enn sem komið er hafa ekki fengist svör frá stjórnvöldum um hvers vegna auglýsing um fjárhæð gjaldsins er seinni á ferðinni í ár en venjulega. Sjávarútvegsfyrirtæki sem eiga að greiða gjaldið voru farin að lengja eftir því að vita hvað þau eigi að borga á næsta ári. | |
| 14:51 | Ráðuneytið ver gagnrýni sína á Morgunblaðið á vef Stjórnarráðsins Mennta- og barnamálaráðuneyti Guðmundar Inga Kristinssonar ver birtingu sína á tveimur fréttum með gagnrýni á vinnubrögð Morgunblaðsins á heimasíðu Stjórnarráðsins. Þetta kemur fram í svörum frá ráðuneytinu til fréttastofu. Þessar fréttir ráðuneytisins um Morgunblaðið voru umdeildar eftir að þær birtust í lok nóvember.Fréttastofa RÚV óskaði eftir svörum frá ráðuneytinu um birtingu fréttanna. Spurningar fréttastofu voru sendar til ráðuneytisins mánudaginn 24. nóvember. Svör bárust frá ráðuneytinu þriðjudaginn 2. desember.Þar segir meðal annars orðrétt um þessar birtingar:,,Athugasemdir ráðuneytisins höfðu það eitt að markmiði að skýra málið og leiðrétta upplýsingar sem það taldi villandi og væru ekki í samræmi við nýjustu og áreiðanlegustu gögn á þessu sviði sem gagngert mæla vímuefnaneyslu | |
| 14:45 | Vöggugjöf Lyfju veitt í ellefta sinn Hátt í 20 þúsund vöggugjafir frá Lyfju hafa verið veittar frá árinu 2020 að verðmæti um 235 milljónir króna. | |
| 14:45 | Alls veitt vöggugjafir fyrir 235 milljónir Hátt í 20 þúsund vöggugjafir frá Lyfju hafa verið veittar frá árinu 2020 að verðmæti um 235 milljónir króna. | |
| 14:44 | Innkalla döðlur vegna gerjunar Nathan hf. hefur innkallað saxaðar döðlur sem nefnast Til hamingju með best fyrir dagsetningum 06.2026 og 07.2026 af varúðarástæðum í þágu neytendaverndar. |